fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Eyjan

Mikilvæg skrif Hilmars

Egill Helgason
Fimmtudaginn 12. maí 2016 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

maxresdefaultSkrif Hilmars Þórs Björnssonar um arkitektúr og skipulagsmál hér á Eyjunni eru sérlega mikilvæg. Því miður er umræða um þessi mikilvægu málefni í skötulíki hér á Íslandi, þrátt fyrir að hvarvetna sé verið að byggja ný hús og skipuleggja götur og hverfi. Ástæðan er ekki síst sú að þeir sem eiga að hafa mest vit á, arkitektarnir sjálfir, veigra sér við að taka þátt í umræðunni og gagnrýna.

Oft heyrir maður síðan viðkvæðið að leikmenn sem fjalla um byggingalist og skipulag geri það af vanþekkingu. Það er jafnvel fussað og sveiað. En auðvitað eru þetta mál sem koma okkur öllum við. Öll höfum við skoðanir á nærumhverfi okkar og þær eru byggðar á upplifun allt frá barnsaldri.

Kosturinn við skrif Hilmars er að þau eru á skiljanlegu máli, allir geta lesið þau, og hann hikar ekki við að gagnrýna – stinga á kýlum ef svo ber undir. Hann eltir ekki vinsælustu skoðanirnar eða tískustraumana, líkt og sjá má á umfjöllun hans um framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur og um byggingu nýs Landspítala.

Í nýjum pistli vekur Hilmar athygli á máli sem fáir gefa gaum en getur skipt heilmiklu máli. Það er þegar sami aðili vinnur deiliskipulag fyrir byggingarreit og hannar húsin. Hilmar segir að þetta hafi ekki tíðkast á árum áður. En nú sé algengt að sami aðilinn sitji beggja vegna borðs, og það útheimti sterkt aðhald frá yfirvöldum sem sé yfirleitt ekki raunin. Heildarhagsmunir borgarbúa verði undir en ofan á verði hagsmunir lóðahafa og ráðgjafa þeirra:

Deiliskipulagshöfundar voru taldir vanhæfir til þess að hanna hús inn í skipulag sitt nema að mjög takmörkuðu leyti. Ráðgjafinn gat, að margra mati ekki þjónað tveim herrum samtímis, lóðarhafa og almennings. Annaðhvort þjónaði hann öllum borgarbúum og umhverfinu eða lóðarhafa, ekki báðum.

Þegar skipulagshöfundur tók að sér að deiliskipuleggja mátti hann vita að hann mundi ekki teikna húsin á svæðinu.  Á  þessu var ein undantekning og það var þegar samkeppni var haldin um skipulag og byggingar. Það þekktust líka einstök tilfelli þar sem undantekning var gerð og höfundi skipulagsins var heimilað að teikna lítinn hluta húsa á reitnum sem hann hafði skipulagt.  En það var ekki gert fyrr en búið var að samþykkja og staðfesta skipulagið og skýr skil voru milli verkþátta. Ég man eftir að slík undantekning þurfti  formlega samþykkt í stjórnkerfi sveitarfélagsins.

Þetta er ekki svona lengur.

Nú upplifir maður hvað eftir annað að sami ráðgjafinn skipuleggur og hannar húsin inn í skipulagið. Oft skipuleggur hann fyrir lóðarhafann og leggur skipulagið inn til sveitarfélagsins á hans reikning. Þetta vinnulag gerir það að verkum að hætta er á að almannahagsmunir víki fyrir einkahagsmunum  lóðarhafa þegar þannig stendu á.  Ráðgjafarnir hafa líka hagsmuni að gæta sem ekki fara nauðsynlega saman  með hagsmunum heildarinnar og umhverfisins.

Þvert á móti.

Hagsmunir ráðgjafanna fara oft saman með hagsmunum lóðarhafa sem vill byggja mikið og stórt. Því meira byggingamagn því fleiri fermetrar verða til sölu eða leigu og því fleiri fermetrar sem byggðir eru því hærri verður þóknunin til ráðgjafans.

Hilmar segist alls ekki vera andsnúinn þéttingu byggðar, hún sé nauðsynleg svo fremi sem hún bitnar ekki á borgarlandslaginu og heildarmynd byggðarinnar. Hann nefnir svo fimm nýleg dæmi þar sem sömu aðilar hafa skipulagt og byggt hús. Allt eru þetta reitir þar sem nýtingarhlutfall er mjög hátt:

Ég nefni fimm nýleg dæmi þar sem sömu aðilar hafa skipulagt og hannað húsin: Reiturinn við Mánatún/Borgartún, þar sem sama stofan skipulagði og teiknaði öll húsin. Þar er nýtingahlutfall hærra en gerist í grenndinni. Höfðatorgsreitinn þar sem svipað var uppi á teningnum.  Álíka sögu er að segja um Barónsreit sem er að fara af stað.  Naustareitur við Tryggvagötu og Norðurstíg er af sama toga og auðvitað Landspítalinn þar sem allt forræði skipulags- og húsahönnunnar er hjá lóðarhafa.

 

56714557a96ac56714557a96f1

Mánatún. Mynd sem Hilmar Þór Björnsson birtir með pistli sínum á Eyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Aðild að ESB bakdyramegin
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu