fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Sneypuför Ólafs Ragnars

Egill Helgason
Mánudaginn 9. maí 2016 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson hættir við að hætta við að hætta. Nú er það bara kunngjört með lítilli fréttatilkynningu, herskari blaðamanna er ekki boðaður á Bessastaði.

Það verður að segjast eins og er að það er frekar lítil reisn yfir þessum vendingum hjá forsetanum. Þetta var sneypuför hjá honum. Eða kannski jafnvel eins og skrípó.

Hann kallaði til blaðamannafundar með pompi og prakt, fundurinn var sendur beint út í fjölmiðlum. Vinna stöðvaðist út um allt land. Fáum vikum síðar er allt búið.

Ólafur tilkynnti að hann yrði að halda áfram vegna óvissu. Þessa óvissu skynjuðu ekki margir, en vissulega átti hann séns á endurkjöri þar til fóru að koma fram upplýsingar um fjármál konu hans og Ólafur lenti í vandræðum með að svara spurningum um þau.

Vendipunkturinn var kannski viðtalið við Christiane Amanpour á CNN. Nei-in sem Ólafur lét falla þar hafa bergmálað síðan. Hann fyllir í rauninni flokk stjórnmálamanna sem hafa þurft að lúta í gras vegna uppljóstrana um aflandseignir.

Maður skynjaði greinilega í síðustu viku að almenningur var að snúa baki við Ólafi, nú staðfestist það rækilega í skoðanakönnun.

Þetta verður máski bara lítil neðanmálsgrein við stjórnmálaferil Ólafs Ragnars, en ef til vill má segja að hann hverfi á braut eins og segir í kvæðinu The Hollow Men eftir T.S. Eliot:

Not with a bang but a whimper.

En hjá manni ágerist sú tilfinning að eitthvað sé mikið bogið við stjórnmálin á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti