fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Lundasúpa

Egill Helgason
Mánudaginn 9. maí 2016 22:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lundi er tákn um ferðamannaæðið á Íslandi. Þessi fugl sem var sagður vera fjölmennasti stofn við Ísland, en hefur verið á undanhaldi sunnanlands.

Reykvíkingar vissu ekkert um lunda – en þetta var kjörfugl Vestmannaeyinga. Veiddur í háf, reyttur og étinn á þjóðhátíð, oft reyktur.

Meginlandsbúar samsömuðu sig frekar við fálka en lunda. Fálkinn varð tákn stærsta stjórnmálaflokksins sem réð hér lögum og lofum um áratugaskeið.

Hann var ekki með lunda í merki sínu – engum öðrum flokki datt það heldur í hug. Lundar eru sætir og skrítnir, stjórnmálaflokkar sækjast yfirleitt ekki eftir slíkri ímynd, sérstaklega ekki valdaflokkar.

Það eru engar fálkabúðir í Reykjavík, heldur eru lundar í gluggum annarrar hverrar verslunar. En við höfum ekki komist upp á lag með að borða hann. Lundi er ekki á boðstólum á veitingahúsum í Reykjavík.

Ég hef verið að hvetja konu mína til að fara að bjóða upp á lundasúpu. Hún tekur dræmt í það. Heldur að það muni stuða gestina á staðnum hennar í Bergstaðastrætinu.

Kannski er það rétt.

Ég hef séð fyrir mér súpu í ógurlega stórum potti þar sem eru jafnvel smá fjaðrir innan um. Það er hrært í með mikilli sleif og stundum bætt í nýjum lunda.

Til eru uppskriftir af lundasúpu. Í þessum texta er hún kölluð kofnasúpa en þar er fjallað um matarveislu á Skarðströnd.

Hér er grein í Morgunblaðinu frá 1978. Hún er eftir sjálfan Árna Johnsen. Þarna eru nokkrar aðferðir við matreiðslu á lunda. Þetta er súpan:

Lundinn er settur í pottinn og síðan eru súpujurtir settar í vatnið, gulrætur, hvítkál, mikið af lauk, rófur og ef menn eru á þeirri línunni er gott að setja lófafylli af haframjöli eða hrísgrjónum út í og síðan er það suðan sem gildir í 3 tíma til 3 1/2.

 

Screen Shot 2016-05-07 at 19.20.42

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun

Óttar Guðmundsson skrifar: Alvarlegu augun
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn

Sigmundur Ernir skrifar: Efnaðasta fólkið fær mesta afsláttinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun

Óttar Guðmundsson skrifar: Vælustjórnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti