fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Eyjan

Nýi borgarstjórinn í London

Egill Helgason
Sunnudaginn 8. maí 2016 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningar til borgarstjóra í London voru merkilegar. Það er er afar hvimleitt að skilgreina fólk endalaust út frá trúarbrögðum – en hefur því miður færst í vöxt síðari ár, eins einkennilegt og það er í rauninni.

En sigurvegarinn er Sadiq Khan sem er af múslimaættum sem eru komnar fá Pakistan, sonur strætóbílstjóra, fæddur í London, lögfræðingur að mennt. Khan er úr Verkamannaflokknum og margir voru vantrúaðir á framboð hans.

Andstæðingur hans úr Íhaldsflokknum var Zac Goldsmith, silfurskeiðardrengur, menntaður í Eton eins og Cameron, en hafði getið sér gott orð fyrir að vera frjálslyndur og áhugasamur um umhverfismál. En í kosningunum fór hann og stuðningsmenn hans hins vegar að reyna að klína á Khan stimpli öfgamúslima – stunduðu það sem kallast hundablístrupólitík. Þetta er algjörlega óverðskuldað, Khan greiddi til dæmis atkvæði í breska þinginu með hjónaböndum samkynhneigðra.

Sem betur fer mistókst þetta algjörlega, og nú er Goldsmith, sem hafði ágæta ímynd kominn í pólitískan skammarkrók. Framtíð hans í stjórnmálum er óviss. Sigur Sadiqs Khan er þeim mun ánægjulegri og það er jafnvel farið að tala um hann sem framtíðarleiðtogaefni í Verkamannaflokknum.

Khan er nú í hæstu stöðu sem stjórnmálamaður úr Verkamannaflokknum gegnir. Það er hins vegar grunnt á því góða milli hans og Jeremys Corbyn, formanns flokksins. Corbyn mætti ekki á athöfnina þar sem Khan var settur inn í borgarstjóraembættið og vakti það furðu. Khan er ekki jafn langt til vinstri og Corbyn og gagnrýndi formanninn eftir kosningasigur sinn fyrir þröng stefnumál sem myndu gera Verkamannaflokknum ómögulegt að vinna kosningar á landsvísu og komast í stjórn aftur, það yrði að höfða til hins breiða hóps kjósenda en ekki bara aktívista í flokknum.

 

30khan2302c

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing

Orðið á götunni: Tvær konur berjast um fjöregg Framsóknar – styttist í flokksþing
Eyjan
Fyrir 5 dögum

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Yrkir byggir upp í Urriðaholti

Yrkir byggir upp í Urriðaholti