fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Eyjan

Deilihagkerfið sem dólgafrjálshyggja

Egill Helgason
Föstudaginn 6. maí 2016 14:21

Airbnb herðir útlánsreglur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

airbnb_horizontal_lockup_printMargt hefur verið rætt og ritað um deilihagkerfið svokallað – og yfirleitt er það í frekar lofsamlegum tóni.

En deilihagkerfið birtist manni helst í mynd alþjóðlegu íbúðaleigunnar Airbnb. Nú er verið að banna eða takmarka starfsemi hennar víða um heim.

Maður sér ekki betur en að þetta sé fagnaðarefni.

Í þessu tilviki er deilihagkerfið að taka á sig mynd dólgafrjálshyggju. Gróðasæknir aðilar – jæja, má maður ekki segja gróðapungar? – kaupa upp húsnæði og leigja það út eins og um hótel væri að ræða. Maður heyrir stundum viðkvæðið að menn megi nú gera það sem þeir vilja með eignir sínar.

En þessir aðilar komast undan ýmsum skyldum og álögum sem fylgja því að reka hótel. Kæra sig kollótta um ónæði sem nágrannar verða fyrir.

Og hrekja venjulegt fólk úr miðborgum með þeim afleiðingum að það hefur ekki efni á að búa þar, getur ekki notið þeirra lífsgæða sem felast í að búa í miðborgum, en gera þær í leiðinni einsleitari og leiðinlegri.

Þessi hugmynd, íbúðaleiga eða -skipti í litlum mæli fyrir ferðamenn, byrjaði ágætlega. En nú er þetta komið út í tóma vitleysu. Airbnb er orðið milljarðafyrirtæki, heilu húsin og göturnar eru lagðar undir starfsemi undir merkjum þess –  enda eru íbúar farnir að rísa upp gegn þessari öfugþróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump

Hún er samsæriskenningasmiður, andstæðingur bóluefna og getnaðarvarna – Nú verður hún landlæknir og aðalráðgjafi Trump
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?

Orðið á götunni: Er Bergþór Ólason orðinn helsti siðgæðisvörður Alþingis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”

Heiðrún Lind um auglýsingarnar umdeildu: „Fátt sem að við höfum gert sem ákveðnum aðilum líkar vel við”
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu

Orðið á götunni: Aumkunarverð framganga stjórnarandstöðunnar – málþóf, tafaleikir og bjánataktar – samtök sægreifa með útsendara í þinghúsinu