fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Skuggabankastarfsemi og skattaskjól

Egill Helgason
Þriðjudaginn 26. apríl 2016 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Krabbamein á efnahagskerfinu í heiminum.

Þannig var skattaskjólum og skuggabankastarfsemi lýst í Silfri Egils 21. febrúar 2010. Þá var í viðtali John Christensen, hagfræðingur og sérfræðingur um slíka starfsemi. John Christensen var í þættinum sem fulltrúi samtaka sem nefnast Tax Justice Network.

Nafn Evu Joly er nefnt í þættinum en þegar hún kom hingað fyrst var aðalstarfi hennar að berjast gegn skattaskjólum og notkun þeirra, ekki síst þegar áttu í hlut ráðamenn og elítur í ríkjum þriðja heimsins sem máski höfðu stolið undan stórum hluta af auði heilla þjóða.

Á Evrópuþinginu hefur Joly svo mikið fjallað um skattaskjól og meðal annars lýst því yfir að Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, eigi að víkja úr embætti enda hafi hann verið forsætisráðherra í Lúxemborg á tíma þegar aðstoð við skattaundanskot og skattsvik voru þar stóriðnaður.

Athyglisvert er svo í viðtalinu við Christensen hvernig hann lýsir London sem fyrirrennara skattaskjólanna og því hversu mörg skattaskjólanna í heiminum eru tengd Bretlandi. Stærstu leikendurnir séu í raun Bretland og Bandaríkin.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að Panamaskjölin, eins stórkoslega áhugaverð og þau eru, veita bara smá innsýn inn í þennan heim. Þau eru svo óralangt frá því að vera öll sagan.

(Þökk sé Láru Hönnu fyrir að halda þessu efni til haga.)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum