fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Brian í Hörpu

Egill Helgason
Þriðjudaginn 6. september 2016 07:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stórmerkilegri heimildarmynd sem nefnist The Wrecking Crew, segir frá hópi hljóðfæraleikara í Kaliforníu sem spiluðu með mörgum af helstu popp- og rokkstjörnum á árunum í kringum og upp úr 1960. Margar hljómsveitir sem voru vinsælar á þeim tíma kunnu lítið á hljóðfæri, og þegar farið var í stúdíó til að hjóðrita voru fengnir atvinnumenn til að spila inn á plöturnar.

Meðlimir þessa óformlega félagsskapar gátu afgreitt plötu sem síðar náði metsölu á fáum klukkutímum, þetta voru, eins og það heitir, hreinræktaðir proffar. Þeir spiluðu fyrir Sinatra, Bacharach, Phil Spector, Simon & Garfunkel, en sáu um hljóðfæraleik á plötum hljómsveita eins og The Byrds, The Monkees, Mamas & Papas. Þess var þó yfirleitt ekki getið á plötuumslögum.

Það er eftirminnilegt að í myndinni töluðu þessir þrautreyndu hjóðfæraleikarar af gríðarlegri virðingu um einn tónlistarmann – Brian Wilson. Þau sögðu frá því, hvernig þessi kornungi maður, heilinn og sköpunarkrafturinn bak við Beach Boys, kom í hljóðverið með hugmyndir sem þau höfðu aldrei heyrt áður, hluti sem þau óraði ekki fyrir að væri hægt að gera. Hann fór gegn öllum viðteknum viðmiðum um hvernig ætti að semja og hjóðrita popptónlist.

Hann var, í einu orði sagt, snillingur.

Tónlistin sem Brian Wilson samdi á þessum árum lifir. Hann lenti síðar í miklum raunum, fíkniefnaneyslu og geðsjúkdómi, slapp naumlega á lífi. Yngri bræður hans, sem virtust alltaf hraustari bæði andlega og líkamlega, eru dánir. Brian tókst aldrei aftur að semja tónlist eins og hann gerði á sjöunda áratugnum, þótt miklu seinna lyki hann við plötuna sem átti að toppa allt sem áður hafði heyrst – Smile. Þá var Brian heltekinn af því að hann væri í samkeppni við Bítlana, en þeir voru tveir Lennon & McCartney í tilraunastarfsemi sinni, það voru fáir í umhverfi Brians sem skildu hvað hann var að fara eða voru til í að styðja hann. Á Pet Sounds toppaði hann líklega það sem Bítlarnir voru að gera, en eftir það urðu afköstin minni. Svo kom Good Vibrations, snilldarverk, en á þeirra tíma mælikvarða tók ótrúlega langan tíma að hjóðrita það. Þetta er í raun mjög margbrotin tónsmíð, annað eins hafði varla heyrst í poppinu, eins og lesa má hér.

 

 

Ég sá Brian Wilson flytja Smile í heild sinni í London fyrir svona tíu árum. Þá spilaði hann líka ýmis önnur lög frá ferli Beach Boys. Röddin er ekki eins björt og í eina tíð og hann er einkennilega stirður í hreyfingum. Þetta er maður sem hefur verið snortinn af snilligáfu, en ætti í raun ekki að vera meðal okkar miðað við það sem hefur gengið á í lífi hans – um þetta var nýskeð gerð kvikmynd sem heitir Love & Mercy. Það sem er ekki síst eftirminnilegt frá þessum tónleikum er hvernig Wilson geislaði af þörf til að miðla því sem mér dettur helst í hug að kalla tónafegurð. Það var eins og þetta væri eina tungumálið sem honum liði vel með.

Ég leyfi mér að endurbirta þennan pistil dálítið breyttan vegna tónleika Brians í kvöld. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn

Segir að ESB-aðild sé engin ógn við sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins

Orðið á götunni: Trump leitar í smiðju höfundar hrunsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?

ESB-aðild: Rangfærslur og blekkingar fyrrum þingmanns – við hvað eru menn hræddir?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“

Nína Richter skrifar: Til varnar „mömmuklámi“