fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Eyjan

Minningar af gamla Skólavörðustíg

Egill Helgason
Sunnudaginn 3. apríl 2016 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér eru tvær ljósmyndir, teknar efst á Skólavörðustíg, frá því löngu áður en gatan varð túrismanum að bráð. Leiðin upp að kirkjunni er líklega mesta túristaslóð Íslands núorðið.

En þarna eru aðrir tímar. Myndin hér að neðan er tekin árið 1970. Nokkur húsanna vinstra megin eru horfin, en húsalengjan hægra megin stendur enn. Mér finnst skrítið til þess að hugsa að þetta ár var ég einmitt á myndlistarnámskeiði fyrir börn í Myndlistarskólanum í Reykjavík sem þá var til húsa í Ásmundarsal á Skólavörðuholti. Gekk þarna vestan úr bæ með vini mínum Sigga Pálma. Hæfileikaleysi mitt í myndlistinni reyndist vera algjört.

Það er Karl Gustaf Smith sem setti myndirnar á vefinn. Í húsinu hægra megin var um tíma veitingastaðurinn Hábær, en önnur starfsemi hafði líka verið í húsinu og lýsir Karl henni með þessum orðum:

Í hornhúsinu til hægri á efri hæð var Hjálmar Jónsson o.fl. með heildverslunina „Baltic Trading & Co“ og fluttu inn vörur frá Póllandi. Á neðri hæðinni var svo um tíma Tékkneska bifreiðaumboðið.

 

 

12916264_976179019139774_3750010987134889490_o

 

Hér er svo mynd sem mun vera frá 1956. Hún sýnir betur Gleriðjuna sem var efst á horninu vinstra megin. Um hana segir Karl:

Gleriðjan s/f, glerslípun og speglagerð, sími 1386, man enn símanúmerið. Stórir kassar utan af glerinu fylgdu starfsemi
þessari bæði úti á götu og í portinu á bakvið. Karlarnir stóðu svo allan liðlangan daginn með svartar gúmmísvuntur, slípuðu og skáru glerið. Þá var nú lifandi starfsemi í hverfinu!

 

12472580_976438469113829_6191549800981781991_n

 

Hér er loks mynd sem Karl gerði eftir þessari ljósmynd. Þarna er þetta ljóslifandi. Hann gaf mér góðfúslegt leyfi til að nota myndefnið.

 

P1010315

 

Í umræðum á vefnum kemur fram að á stríðsárunum hafi þarna verið sjoppa sem nefndist Portland. Þá var hernám og borgin full af erlendum dátum. Fleiri sjoppur hétu bandarískum staðarnöfnum, til dæmis var Florida-sjoppa á Hverfisgötunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“

Hiti í þjóðinni eftir veiðigjalda-Torgið á RÚV – „Þessi þáttur var skandall“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?

Afmælisráðstefna Afstöðu: Hvað hefur breyst í afplánun á 20 árum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Kostnaðarsamt kjördæmapot

Kostnaðarsamt kjördæmapot
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni

Orðið á götunni: Blaðamaður Morgunblaðsins segir málþóf og gól stjórnarandstöðunnar kalla á að gert sé grín að henni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum

Orðið á götunni: Væla og skæla samkvæmt pöntunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?

Skoðanakönnun: Hvern viltu sjá sem næsta borgarstjóra?