fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Þeir hættu

Egill Helgason
Mánudaginn 31. desember 2007 10:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

zonengrenze.gif

Við fjölskyldan höfum dvalið nokkuð mikið í Berlín síðustu ár, farið víða um borgina.

Sögu Berlínar hefur borið nokkuð oft á góma í samtölum mín og Kára. Hann veit til dæmis að kommúnistar reistu þar múr. Og að áður réðu þar nasistar.

Um daginn rifjaðist þetta upp fyrir okkur og ég spurði Kára hvað hefði orðið af kommúnistunum:

„Þeir annað hvort dóu eða hættu,“ svaraði barnið.

Mér varð hugsað til þessarar skörpu stjórnmálaskýringar þegar ég las viðtal við Þór Vigfússon menntaskólakennara í tímaritinu Vísbendingu um daginn. Þór fór til náms í Austur-Þýskalandi á vegum Sósíalistaflokksins – var ætlað það hlutverk að verða einn af hagspekingum sósíalismans á Íslandi.

Komst seinna að því að þetta var allt tóm tjara, sérstaklega hagfræðin.

Þór er spurður að því í viðtalinu hvenær hann hafi gengið af trúnni á sósíalismann. Hann segir að sér hafi ekki orðið það fullljóst fyrr en skömmu eftir 1980:

„Þetta var ekki ólíkt því þegar ég fermdist. Þá trúði ég öllu því sem presturinn sagði þótt hlegið væri að mér fyrir það en svo fann ég tveimur árum seinna að barnatrúin var dottin af mér og eins fór fyrir sósíalismanum. Ég lagði hann ekki frá mér meðvitað heldur fann einn daginn að hann var dottinn af mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna