Björgólfur Thor vill ekki að Ísland gangi í Evrópusambandið, hann vill hins vegar kasta krónunni, en hann segir að spákaupmenn stjórni 85-90 prósentum af verðmyndun hennar. Íslendingar hafi í raun ekkert að segja um þetta lengur.
Þetta kemur fram í viðtali við veglega áramótaútgáfu Viðskiptablaðsins.
Það er allt í lagi að geta þess í leiðinni að sjálfur er Björgólfur ekki búsettur á Íslandi, heldur hefur hann dvalið í Evrópu síðasta einn og hálfan áratuginn og raunar grætt mest á viðskiptum í löndum sem eru á jaðri álfunnar eða við það að ganga í Evrópusambandið.