fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Eyjan

Lífið í grænu borginni

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. september 2007 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

saddam-statue.jpg

Hvað hefði Washington sparað mikinn pening ef Bush hefði borgað Saddam þennan skitna milljarð dollara?

Er ekki sagt að stríðið og hersetan í Írak kosti 500 þúsund dollara – mínútan?

Annars er ég að lesa merkilega bók sem heitir Imperial Life in the Emerald City. Hún lýsir ótrúlegu klúðri, heimsku – nánast vitfirringu – Bandaríkjamanna á fyrstu stigum hernámsins, tíma Pauls Bremers.

Þá voru menn ráðnir til að endurreisa Írak ekki vegna þekkingar eða hæfileika, heldur vegna þess að þeir voru inn undir hjá Repúblikanaflokknum. Þeir lögðu niður stjórnkerfið sem fyrir var, við tók ekkert – þegar leið á stjórnartíð Bremers voru Bandaríkjamenn hættir að reyna byggja upp.

Þeir héldu sig bara á sundlaugarbörmum og veitingahúsum inni á Græna svæðinu þar sem reynt var að láta allt líta út eins og heima í USA. Það var yfirleitt svínakjöt í matinn – ótrúlegt magn af svínakjöti sem var flutt til Íraks.

En Haliburton græddi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Svona er pólitíkin að breytast á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Könnun – Ísland og Evrópusambandið

Könnun – Ísland og Evrópusambandið