fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Lít­il rödd getur haft mik­il áhrif

María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


ritstjóri HA magasín
María Kristín Jónsdóttir ritstjóri HA magasín

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

María Kristín Jónsdóttir

Ritstjóri HA magasín.

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Það fyrsta sem kemur upp í hugann er nýja vegglistaverkið á Réttarholtsskóla eftir Elínu Hansdóttur. Einfalt og sterkt verk sem fellur svo fallega að #metoo og #höfumhátt hreyfingunni sem hefur sýnt og sannað að lít­il rödd getur haft mik­il áhrif.

Ljóðræni gítarballettinn No tomorrow með Íslenska dansflokknum kemur næst upp í hugann. Virkilega fallegt og næmt verk með töfrandi og ögrandi sakleysi. Svo fór ég þrisvar á Guð mér líður svo illa í Hafnarhúsinu og hefði átt að fara oftar því sýningin var góð áminning um mátt endurtekningarinnar og jók á skynjun mína á fegurð rútínunnar og gerði mér gott. Sýning Egils Sæbjörnssonar í i8 var líka eftirminnilega falleg og ég <3 Out of Controll ilmvatnið mitt. Sýningin Dæmisögur – vöruhönnun á 21. öld á Kjarvalsstöðum veitti góða yfirsýn yfir fjölbreytileika fagsins hér á landi og vakti jafnframt athygli á virði hönnunar fyrir samfélagið í heild.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?

Ráðning Sigríðar Sigurjónsdóttur í starf forstöðumanns Hönnunarsafns Íslands var mikil fengur fyrir hönnunargeirann enda hefur Sigríður verið mikilvægur hlekkur í íslensku hönnunarsenunni um árabil, meðal ananrs sem eigandi Spark Design Space, og ég tel að þarna komi kraftar hennar og sýn til með að nýtast faginu vel og færa safnið upp á næsta stig. Áherslubreytingar á meistaranámi í hönnun við Listaháskóla Íslands voru til góðs og ég hlakka til að fylgjast með þróun námsins á næstu misserum.

Letursmiðjan Or Type er að gera margt áhugavert og hannaði meðal annars leturtýpu sem er megineinkenni Arket – nýrrar konseptverslunar sem sænski risinn H&M opnaði nýlega. Þá opnuðu á árinu a.m.k. fjórar nýjar hönnunarverslanir í Reykjavík sem selja íslenska hönnun: Akkúrat, Ypsilon, Geysir heima og A . M . Concept Space. Sannarlega jákvæð þróun þótt enn vanti almennilegt sýningarrými fyrir hönnuði í höfuðborginni. Endurhönnun Marshall hússins breytti landslagi íslensku myndlistarsenunnar og öll sú framkvæmd var einstaklega vel ígrunduð og faglega útfærð enda hlaut verkefnið Hönnunarverðlaun Íslands árið 2017. Ég myndi vilja sjá svipaðan vettvang fyrir íslensku hönnunarsenuna verða til á allra næstu árum.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?

Hugsjón, framtíðarsýn og raunsæi. Mér finnst hönnuðir hugsa stærra og til lengri tíma en oft áður. Það þarf stóran skammt af þolinmæði og seiglu til að starfa sem hönnuður á Íslandi og hvað þá að fara af stað með verkefni eða rannsókn án þess að vita hvort útkoman verði söluvara eða hvort niðurstaða fáist yfir höfuð.

Alltof oft hafa efnileg verkefni ekki fengið nægan tíma og fjármagn til að verða það sem þau gætu orðið en það er vonandi að breytast. Nýleg dæmi um áhugaverð hönnunarverkefni eru ilmbanki Nordic angan, Leit að postulíni og Genki instruments en þau eru meðal umfjöllunarefnis í 6.tbl. HA – tímarits um hönnun og arkitektúr sem ætti að vera til á öllum menningarheimilum landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára

Prumpulykt að gera út af við hjónaband til 30 ára
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“

Mjög óöruggur í starfi og fær engin skilaboð – ,,Höfum ekkert talað saman síðustu mánuði“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“

Segir útspil Hermanns hafa komið sér á óvart – „Mér fannst það sérstakt“
Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús

Óttar Guðmundsson skrifar: Jarðarfararblús
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot

Þetta er upphæðin sem Liverpool greiðir fyrir Slot
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“