Daniel Barenboim er stórkostlegur listamaður og mannvinur. Kjarkmaður er hann líka, hann heldur úti hljómsveit þar sem spila saman tónlistarmenn frá Ísrael og Palestínu, hann hefur staðið fyrir flutningi á Wagnersóperum í Ísrael og nú hefur hann undirstrikað sitt merkilega starf með því að taka upp palestínskt ríkisfang.
Þetta er alvöru boðberi friðar – maður sem á skilið að fá friðarverðlaun Nóbels.