fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Eyjan

Hillary og Tenzing

Egill Helgason
Föstudaginn 11. janúar 2008 17:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

main_hillary_norgay.jpg

Sir Edmund Hillary var eitt af átrúnaðargoðum mínum í æsku. Ég hef haft áhuga á sögum af heimskautaferðum og fjallgöngum allar götur síðan ég las bókina Á hæsta tindi jarðar sem Menningarsjóður gaf út af miklum myndarskap á sjötta áratugnum.

Áhugi minn á þessu er þó einungis fræðilegur; mér kæmi ekki til hugar að fara í snjógalla og út á heimskautaísinn eða upp á einhvern ókleifan fjallgarð.

En ég drakk semsagt í mig þessa bók sem fjallar um leiðangurinn á Everest 1953. Hann var undir stjórn Sir Johns Hunt, en lauk með því að Hillary og sherpinn Tenzing Norgay komust á tindinn.

Reyndar hélt ég meira upp á Tenzing en Hillary.

Þeir gerðu með sér heiðursmannasamkomulag um að ræða ekki hver hefði gengið á undan upp á tindinn. Seinnameir varð það víst mjög þreytandi þegar blaðamenn voru eilíflega að spyrja um þetta atriði.

Nú heyrist manni á fréttum að blindir menn og jafnvel naktir gangi upp á Everesttind. En á sínum tíma var þetta mikið afrek sem vakti heimsathygli og varð mörgum innblástur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi

Orðið á götunni: Framsókn leikur á reiðiskjálfi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum

Yfirburðir Samfylkingarinnar og Sósíalistaflokkurinn undir tveimur prósentum
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur

Björn Jón skrifar: Kvendjöflar og breyskar hetjur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?

Thomas Möller skrifar: Er Ísland fimm stjörnu land?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?