Hinn alþýðlegi byggingarstíll hér í sunnanverðu Karíbahafi eru lítil litrík timburhús með hallandi þökum. Mörg þeirra eru hrörleg en sum hafa verið gerð upp. Þau eru ótrúlega smá – miklu minni en húsin sem verið er að rífast um í Reykjavík. Manni kemur í hug orðið dúkkuhús.
Fólkið hérna er flest afkomendur þræla – mikil ósköp af þrælum sem voru flutt til Vesturheims – maður hefur á tilfinningunni að þetta byggingarlag sé runnið úr húsagerð þeirra.
Þessi hús í Holetown er búið að gera mjög fallega upp.
Og þetta hús var búið að skreyta svona fallega vegna jólanna.