Ef ég skil rétt býðst Anna Sigurlaug Pálsdóttir til að byggja upp húsin á Laugavegi 4-6 á eigin kostnað – það les ég altént út úr Morgunblaðsfréttinni. Hún þyrfti þá væntanlega að kaupa þau líka af eigendunum sem ætla að rífa þau og byggja nýtt.
Kannski er rétt að leyfa henni að reyna að gera þetta.
En um leið verða menn að átta sig á því að þetta er ekki endurbygging húsanna – heldur er í raun verið að byggja þau upp á nýtt samkvæmt nútíma hugmyndum um hvernig gömul timburhús skuli líta út.
Það er hins vegar makalaust að sjá hvað borgarstjórnin er komin í mikil vandræði út af þessu. Er nýji meirihlutinn svo veikur að hann þoli ekki þetta álag?