Bestu rök fyrir því að við hættum að skjóta upp flugeldum las ég nú um áramótin í fjölmenningarsinnuðu dagblaði.
Þau voru á þá leið að flugeldaskytteríið ylli útlendingum sem væru fluttir hingað til lands og hefðu upplifað stríð miklum óþægindum.
Ég man ekki í hvaða blaði þetta var, en um svipað leyti birtist frétt um að tveir fjölmiðlamenn hefðu verið verðlaunaðir af Alþjóðahúsinu fyrir fréttaflutning af innflytjendamálum – og gott ef ekki loftslagsmálum líka.
Ég held ég sé sammála Jónasi Kristjánssyni sem geldur varhug við því að fjölmiðlamenn taki við svona verðlaunum.
Og skil ekki hvers vegna Alþjóðahúsið telur sig umkomið að veita þau – raunar er sumt sem þaðan kemur nánast eins og það sé frá einhverjum sértrúarsöfnuði.