Steingrímur J. Sigfússon hefur setið á Alþingi síðan 1983.
Við lok þessa kjörtímabils hefur hann verið þingmaður í næstum þrjá áratugi. Hérumbil hálfa mannsævi.
Er ástæða til að setja reglur um lengd þingsetu – rétt eins og til dæmis um hversu lengi forseti Íslands má sitja?
ps. Ég bæti því við að almennt sýnist mér að reglur af þessu tagi séu óþarfar. Það fer best á því að kjósendur ráði þessu.