Það er haft eftir mér í Fréttablaðinu í dag að hlustendur Rásar 2 kjósi alltaf vinstra fólk sem menn ársins.
Reyndar má hafa þetta aðeins nákvæmara. Lengi vel voru þeir kosnir menn ársins á Rás 2 sem stóðu upp í hárinu á Davíð Oddssyni.
Þetta var Garðar Sverrisson eftir öryrkjamálið, Ólafur F. Magnússon eftir að hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum, Ingibjörg Sólrún þegar hún var á hátindi vinsælda sem borgarstjóri í Reykjavík, Ólafur Ragnar á tímanum þegar hann fór hvað mest í taugarnar á Davíð.
Spurning hvort þetta er ekki næg ástæða til að loka Rás 2?