fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Eyjan

Gralsins leitað á Kili

Egill Helgason
Miðvikudaginn 2. janúar 2008 17:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

sangreal.jpg

Hópur fræðinga telur kaleikinn sem blóð Krists var sett í vera á Íslandi.

Þetta má lesa í Fréttablaðinu í morgun.

Væri ekki nær að segja hópur rugludalla?

Á síðustu árum hefur það gerst að alls kyns ruglfræði hafa fengið almenna útbreiðslu. Bækur um rugl eru gefnar út af virðulegum bókaforlögum, rugli er hampað í fjölmiðlum um víða veröld.

Hámarki náði þetta í metsölubók Dans Brown, Da Vinci lyklinum og bókum sem þetta verk gat af sér eða voru endurútgefnar vegna þess.

Þar eru matreiddar eins og sannleikur væri kenningar um að ættbogi Krists og Maríu Magdalenu hafi flutt til Evrópu og viðhaldist þar í gegnum aldirnar.

Yfirleitt er reynt að tengja svonalagað musterisriddurunum. Það er góð regla að láta allar viðvörunarbjöllur hringja þegar farið er að fjalla um leyndardóma musterisriddaranna.

Þjóðsagan um afkomendur Jesú og Maríu Magdalenu er einhver vinsælasta ruglkenning allra tíma en stenst enga skoðun.

Einn gagnrýnandi hennar sagði að þessi ætt hlyti að vera eins og bonzai-tré – spurði hvað þyrfti til að halda henni svona vel snyrtri í rás árþúsundanna?

Nú ætla eitthvert lið að fara upp á Kjöl að leita að hinu helga grali. Maður vonar bara að þeir villist ekki og þurfi að kalla út björgunarsveitirnar.

Nema þetta sé allt tómt grín. Mann grunar það hálfpartinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna

Hraðinn og nálægðin við viðskiptavininn er það sem heillar við smásöluna