Það er frekar ankanaleg kenning sem maður heyrir stundum – nú síðast í grein eftir Árna Þór Sigurðsson í Fréttablaðinu í dag – að þessi eða hinn flokkurinn hafi „leitt Sjálfstæðisflokkinn til öndvegis“ í íslenskum stjórnmálum.
Sjálfstæðisflokkurinn ber höfuð og herðar yfir aðra flokka á Íslandi. Í síðustu kosningum fékk hann 37 prósenta fylgi. Það er hátt í þrefalt meira fylgi en Vinstri grænir fengu til dæmis.
Meðan fylgið er svona er næstum óeðlilegt að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki í stjórn – fyrir utan að það hefur reynst fjarskalega erfitt að mynda ríkisstjórn án hans og að sagan hefur sýnt að stjórnir án Sjálfstæðisflokksins eru yfirleitt afar veikar.