fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Gengið fær ekki að styrkjast meira

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. september 2010 13:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og margoft hefur verið sagt á þessari síðu mun Seðlabankinn ekki leyfa gengi krónunnar að styrkjast mikið meira en orðið er. Um þetta er fjallað í þessari frétt á Vísi, þar segir að líklegt sé að Seðlabankinn muni sporna við styrkingu krónunnar.

Eins og staðan er flæða peningar inn í útflutningsgreinarnar og svo verður áfram meðan genginu er haldið svo veiku. Það er gott í sjálfu sér. Það er verið að færa peninga til útflutningsgreinanna, einkum sjávarútvegsins – og þar eru margir að hagnast mjög vel.En á sama tíma hríðversna lífskjör alls almennings í landinu, þau eru að færast mörg ár aftur í tímann og dragast verulega aftur úr samanburðarlöndunum hefðbundnu.

Kannski er þetta skásta leiðin út úr kreppunni, en þarna er að verða mikil tilfærsla á fjármunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“