Umburðarlyndi í trúmálum felur meðal annars í sér að manni er alveg sama þótt einhverji rugludallar í Ameríku brenni Kóraninn.
Og manni er alveg sama þótt rugludallur í Færeyjum vilji ekki sitja til borðs með Jóhönnu Sigurðardóttur
Manni er líka sama þótt sett sé upp félagsheimili múslima nálægt 11/9 staðnum og líka þótt reist sé moska í Reykjavík.
Þá skiptir engu máli þótt bannað sé að reisa kirkjur í Saudi-Arabíu – það erum við sem höfum fattað trúfrelsið, þeir ekki.
Manni er sama þótt birtar séu skopmyndir af Múhammeð. Og manni er sama þótt Monty Python geri grín að guðspjöllunum.
Manni verður heldur ekki heitt í hamsi þótt annað fólk – sem maður þekkir líklega ekki neitt – trúi einhverju sem maður trúir ekki sjálfur og finnst kannski tóm vitleysa.