Tom Phillips og Duncan Robertson skrifa á bloggvef breska tímaritsins New Statesman og velja ellefu umdeildar persónur sem hafa haft áhrif á kristindóminn og mannkynssöguna og vekja spurningar um hlutverk trúarinnar.
Þeir velja Martein Lúter, Hinrik VIII, Guy Fawkes, Jóhönnu af Örk, Thomas Cranmer, Thomas More, páfana Úrban II, Úrban VIII, Píus XII og Píus IX og sjónvarpspredíkarann Jerry Falwell.
Listinn er nokkuð bundinn við enskt sjónarhorn. Ég sakna til dæmis Savonarola, Jan frá Leiden, Tomas de Torquemada og jafnvel Ferdínands og Ísabellu. Allt eru það heillandi persónur á sinn hátt, sumar þó ekki sérlega yndislegar. Og auðvitað má nefna marga fleiri.
Savonarola á bálinu á Piazza della Signorina í Flórens árið 1498.