fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Eyjan

Umdeildir kristsmenn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. september 2010 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tom Phillips og Duncan Robertson skrifa á bloggvef breska tímaritsins New Statesman og velja ellefu umdeildar persónur sem hafa haft áhrif á kristindóminn og mannkynssöguna og vekja spurningar um hlutverk trúarinnar.

Þeir velja Martein Lúter, Hinrik VIII, Guy Fawkes, Jóhönnu af Örk, Thomas Cranmer, Thomas More, páfana Úrban II, Úrban VIII, Píus XII og Píus IX og sjónvarpspredíkarann Jerry Falwell.

Listinn er nokkuð bundinn við enskt sjónarhorn. Ég sakna til dæmis Savonarola, Jan frá Leiden, Tomas de Torquemada og jafnvel Ferdínands og Ísabellu. Allt eru það heillandi persónur á sinn hátt, sumar þó ekki sérlega yndislegar.  Og auðvitað má nefna marga fleiri.

Savonarola-Being-Burnt-at-the-Stake-Piazza-della-Signoria-Florence-detail-of-the-fire-xx--Italian-School

Savonarola á bálinu á Piazza della Signorina í Flórens árið 1498.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“