fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Nauðsyn veikrar krónu

Egill Helgason
Laugardaginn 4. september 2010 08:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og margoft hefur verið sagt hér á síðunni byggir núverandi hagstjórn á Íslandi meðal annars á því að gengi krónunnar sé lágt. Og gengi hennar verður ekki leyft að hækka mikil meira en það hefur gert.

Óli Kristján Ármannsson skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag þar sem hann vitnar í orð Gylfa Zöega, prófessors í hagfræði sem á sæti í peningastefnunefnd Seðlabankans.

Óli skrifar:

„Hann [Gylfi] segir markmið hagstjórnar til skamms tíma eiga að vera að „tryggja lágt en stöðugt“ gengi krónunnar þannig að afgangur sé í viðskiptum við útlönd og erlend skuldastaða fara batnandi, lága vexti, aðgengi að erlendu fjármagni og aðhald í ríkisrekstri. „Reynslan mun leiða í ljós hvaða atvinnugreinar munu eflast við þessar aðstæður,“ segir hann.

Ekki þarf hagfræðimenntun til að sjá að við lágt gengi krónu eflast útflutningsatvinnuvegir og um leið halda áfram vandræði þeirra sem skulda, bæði þeirra sem skulda í erlendri mynt og hinna sem búa við hækkandi afborganir í aukinni verðbólgu. Sterkara gengi krónu myndi til dæmis vinna hratt á skuldum Orkuveitu Reykjavíkur og fjölda sveitarfélaga og þar með draga úr þörfinni fyrir hækkandi álögur. Veik króna þýðir hærra verð á innfluttum vörum.

Staða gjaldmiðilsins eftir hrun frá því í ársbyrjun 2008 er óásættanleg þrátt fyrir smábata þann sem náðst hefur fram í gjaldeyrishöftum síðustu mánuði. Vonandi er skilningur stjórnvalda og þeirra sem ráða stefnunni í Seðlabankanum sá að lágt gengi krónu megi ekki vera nema mjög tímabundið ástand. Svara þarf spurningunni um hvernig eigi að efla gjaldmiðilinn og tryggja stöðugleika hans í gildi sem ekki rýrir öll lífskjör í landinu. Hvaða stöðugleiki er það sem stefnt er að? Vísast hugnast fáum að við stillum okkur upp með láglaunaþjóðum heims og fögnum stöðugum rýrum lífskjörum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“