Í Rússlandi er starfandi heil ungliðahreyfing sem dýrkar og dáir Vladimir Pútín, fyrrverandi forseta, núverandi forsætisráðherra.
Aðdáunin á þessum sterka stjórnmálamanni ríður ekki við einteyming. Hér er vefur sem er helgaður teikningum sem börn hafa gert af Pútín. Þarna eru myndir af honum í ýmsum hlutverkum, hann líknar sjúkum, vaggar börnum, iðkar júdó, gengur á fjöll, heldur uppi Móður Rússlandi.
En það eru alltaf einhverjir sem ekki eru ánægðir. Hér á þessari síðu heldur Grigori Pasko því fram að sonur hans teikni aldrei myndir af Pútín – og gefur jafnvel í skyn að börnunum hafi verið uppálagt að gera myndirnar af leiðtoganum mikla.