fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Rússneskir sjóliðar af seglskipi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. september 2010 20:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir sjóliðar ganga um í rigningunni hér í Reykjavík, heldur þungbúnir á svip. Ég efast um að þeir hafi efni á að kaupa margt í búðum hér eða veitingahúsum.

Glaðlyndu stúlkunni sem afgreiðir í Krambúðinni fannst þeir heldur fúlir og spunnust af því nokkrar umræður í búðinni. Ég sagði að Rússar væru almennt ekki þekktir fyrir glaðvært viðmót.

En það er svosem ósköp grátt hérna úti, þótt hitastigið sé frekar hátt. Samt ekki jafn grámyglulegt og í Múrmansk en einn sjóliðinn sagði mér að þangað væri skipið þeirra að fara.

Múrmansk þykir einhver daprasti staður á norðurhveli jarðar.

Skipið sem Rússarnir eru á heitir Sedov og mun vera eitt stærsta seglskip í heimi. Það liggur við Miðbakkann og möstrin á því gnæfa yfir borgina.

Ég skrifaði að koma skipsins hingað tengdist kannski valdatöku Alþýðubandalagsins, en ég var bara að bulla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“