fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Alþýðubandalagið kemst til valda

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. september 2010 18:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson, Árni Páll Árnason, Össur Skarphéðinsson, Guðbjartur Hannesson, Katrín Júlíusdóttir, Svandís Svavarsdóttir.

Allir þessir ráðherrar eru upprunnir í Alþýðubandalaginu.

Jóhanna Sigurðardóttir getur talist bona fide Alþýðuflokkskona þótt hún hafi farið í Þjóðvaka. Pabbi hennar og amma voru bæði í Alþýðuflokknum.

Katrín Jakobsdóttir er eiginlega of ung til að hægt sé að kenna hana beint við Alþýðubandalagið en hún er samt þeim megin í tilverunni – og svo þekki ég ekki nógu vel pólitískan uppruna Jóns Bjarnasonar.

En Alþýðubandalagið hefur greinilega náð völdum í landinu, tíu árum eftir að flokkurinn var lagður niður.

Sama dag er risastórt rússneskt skip í höfninni.

Það hefði einvern tíma vakið skelfingu – var ekki meira að segja bók skrifuð hér um árið um valdarán Alþýðubandalagsins?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“