fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Ögmundur í innanríkisráðuneytið?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 1. september 2010 08:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt í nýrri skipan ríkisstjórnarinnar – sem þó hefur ekki verið kynnt formlega – er mjög áhugavert.

Það er að gera Ögmund Jónasson að innanríkisráðuneyti.

Því það er ekki algengt í vestrænum ríkjum að menn yst af vinstri væng stjórnmálanna séu settir yfir ráðuneyti sem fer með málefni lögreglu og dómstóla.

Það vekur líka athygli að Ögmundur er ekki lögfræðingur, en síðustu tuttugu árin hafa dómsmálaráðherrar haft þá menntun. Þeir hafa líka allir verið úr Sjálfstæðisflokknum sem lagði áherslu á að hafa þetta ráðuneyti í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Ragna Árnadóttir er lögfræðingur sem starfaði í ráðuneytinu áður en hún varð ráðherra.

Áður höfðu dómsmálaráðherrar ýmsa menntun.  Til dæmis má nefna að sjálfur Vilmundur Gylfason var dómsmálaráðherra í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins árin 1979 til 1980.

Því má svo bæta við að undir innanríkisráðuneyti heyra einnig samgöngumál. Þá yrði Ögmundur fyrsti samgönguráðherra landsins sem kemur af höfuðborgarsvæðinu í háa herrans tíð, eða allt frá því að Matthías Á. Mathiesen fór með þennan málaflokk stutta hríð 1987 til 1988.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“