fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Kjarklaus- og ákvarðanafælin stjórn

Egill Helgason
Þriðjudaginn 31. ágúst 2010 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú virðast flokkarnir ætla að ráðast í breytingar á ríkisstjórninni sem beðið hefur verið eftir,

Og það er talað um að Gylfi og Ragna hverfi á braut. Utanflokkaráðherrarnir.

Það er auðvelt að reka þau – þau hafa ekkert bakland í flokkunum, enga stöðu.

En það virðist vera erfitt að hrófla við flokksmönnum. Þegar þeir eru á annað borð komnir í ráðherrastóla er nánast ómögulegt að slíta þá frá þeim.

Allt ber þetta vott um skort á dirfsku. Og það er kjarkleysi sem að mörgu leyti einkennir þessa stjórn. Hún þorir ekki að víkja frá gömlum normum.

Og svo er hún ákvarðanafælin – henni finnst til dæmis miklu auðveldara að kalla eftir flötum niðurskurði út um allt kerfið en að ráðast í alvöru kerfisbreytingar.

Þar mætti hún kannski taka nýju stjórnina í Bretlandi aðeins til fyrirmyndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“