Nú virðast flokkarnir ætla að ráðast í breytingar á ríkisstjórninni sem beðið hefur verið eftir,
Og það er talað um að Gylfi og Ragna hverfi á braut. Utanflokkaráðherrarnir.
Það er auðvelt að reka þau – þau hafa ekkert bakland í flokkunum, enga stöðu.
En það virðist vera erfitt að hrófla við flokksmönnum. Þegar þeir eru á annað borð komnir í ráðherrastóla er nánast ómögulegt að slíta þá frá þeim.
Allt ber þetta vott um skort á dirfsku. Og það er kjarkleysi sem að mörgu leyti einkennir þessa stjórn. Hún þorir ekki að víkja frá gömlum normum.
Og svo er hún ákvarðanafælin – henni finnst til dæmis miklu auðveldara að kalla eftir flötum niðurskurði út um allt kerfið en að ráðast í alvöru kerfisbreytingar.
Þar mætti hún kannski taka nýju stjórnina í Bretlandi aðeins til fyrirmyndar.