Fyrir nokkrum árum var Björn Lomborg gestur hjá mér í Silfri Egils. Hann var þá fremstur í flokki þeirra sem höfðu efasemdir um hlýnun loftslags af mannavöldum.
Nú er skýrt frá því að Lomborg hafi skipt um skoðun. Guardian segir að hann telji nú að loftslagsbreytingar séu ein mesta vá sem steðjar að mannkyninu og að þurfi stórauknar fjárveitingar til að berjast gegn henni.