Ég held að flestir hljóti að vera fegnir að sjá á bak Jóhannesi úr Bónus.
Og það er alveg óskiljanlegt ef þarf að borga honum, skuldakónginum, peninga til að sleppa taki af búðunum.
Það hefur verið látið eins og það séu einhvers konar stjarnvísindi að reka lágverðsverslanir og að enginn geti það nema Bónusfeðgar.
Samt eru svona búðir alþjóðlegt fyrirbæri, þær spruttu víðast hvar upp aðeins á undan Bónus – var semsagt margreynt viðskiptalíkan áður en feðgarnir hófu sinn verslunarrekstur á Íslandi.
Þeim tókst reyndar ágætlega upp með þetta, en svo urðu þeir gráðugir.