Hér á vef The Boston Globe má finna síðu með ótrúlega merkilegum ljósmyndum sem sagt er að séu teknar í Rússlandi – og í löndum heyrðu undir Rússland – í kringum 1910. Það sem er sérkennilegast er að myndirnar séu í lit. Þannig virka þær nánast eins og þær séu teknar í gær. Það vantar þennan framandleikasvip sem er á fólki á svarthvítum ljósmyndum sem eru svona gamlar. Það er eins og myndirnar kalli á mann frá því í gær – ekki frá því fyrir hundrað árum.
Á síðunni er að finna skýringar á því hvers vegna þær eru í lit – mér datt reyndar í hug að þær væru einfaldlega litaðar eftir á í tölvu – en svo virðist ekki vera.
Hvað sem því líður er þetta stórmerkilegt á að líta. Myndirnar eru eftir ljósmyndara sem nefndist Sergei Prokudin-Gorskij.
Borgin Tíflis í Georgíu árið 1910.