fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Falleg en ekki sérlega bragðgóð ber

Egill Helgason
Laugardaginn 28. ágúst 2010 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berjaklasarnir á reynitrjánum hafa sjaldnast verið fallegri en nú síðsumars. Greinar trjánna svigna undan rauðum berjunum og litadýrðin er einstök.

Berin þykja ekki sérlega góð. Af þeim er rammt bragð. Þó eru til dæmi þess að búin sé til reyniberjasulta eða reyniberjasaft. Mér skilst að nauðsynlegt sé að frysta berin áður en gerð er sulta úr þeim – og hermt er að fuglar líti heldur ekki við þeim fyrr en eftir fyrstu næturfrostin.

Mér var sagt frá hænsnabónda sem reyndi að gefa hænum reyniber meðfram öðru fóðri – en það gekk víst ekki. Þær vildu ekki berin.

En það er fleira sem vex á trjám á þessu fallega sumri. Maður í Vesturbænum sagðist hafa étið kirsuber af tré í garði sínum – og á tveimur stöðum í sama hverfi hef ég séð epli á trjám.

reyniber_011007

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“