Það er oft merkilegt að fylgjast með framsetningu frétta í fjölmiðlum.
Síðustu tvo dagana hefur Morgunblaðið birt tvö stór viðtöl við klerkana Hjálmar Jónsson og Karl Sigurbjörnsson. Karl prýðir forsíðu aukablaðs Moggans í dag.
Inni í blaðinu er hins vegar að finna litla frétt af þar sem Sigrún Pálína Ingvarsdóttir gagnrýnir málflutning þeirra félaga. Segir þá ekki fara með rétt mál.
Með fréttinni er mynd af Sigrúnu Pálínu sem líklega er tekin af vefnum, það leynir sér ekki á myndinni að hún er einhvers staðar í samkvæmislífinu.