fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Jón Gnarr og mannskemmandi stjórnmál

Egill Helgason
Föstudaginn 27. ágúst 2010 13:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikurinn sem stjórnmál eru hefur eyðilagt margan ágætan mann. Stjórnmál eru mannskemmandi.

Það má jafnvel segja gott fólk eigi það til að fara í hundana í stjórnmálum.

Svo er auðvitað talsvert af vondu fólki í stjórnmálum, valdasjúku, lygnu, hrokafullu fólki – ég held því miður að stjórnmál hafi aðdráttarafl fyrir það fólk sem er kallað sýkópatar.

En ég hef horft upp á það hvað eftir annað að fólk sem maður hefur trú á gengur í stjórnmálflokka og umhverfist á stuttum tíma. Það fer að spila í liðinu, verður tortryggið og vænisjúkt, getur ekki samþykkt neitt sem kemur frá pólitískum andstæðingum, hættir að geta talað af hreinskilni. Það verður eins konar stjórnmálavélar – ég fékk orðið af Facebook síðu Sigurðar Þórs Guðjónssonar.

Í pólitík á maður helst ekki að sýna veikleika, ekki að viðurkenna mistök, ekki að skipta um skoðun, ekki að segjast hafa rangt fyrir sér – upplýsingar í stjórnmálum eru til þess að staðfesta það sem maður vissi fyrir, ekki til að læra af þeim.

Þess vegna finnst mér ágætt hjá Jóni Gnarr að segja að sér finnist pólitíkin vera of hörð. Hann er ekki hefðbundinn pólitíkus og hann á ekki að spila eftir gömlu reglunum. Þetta minnir svolítið á Kjeld Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, þegar hann viðurkenndi veikleika sinn hér um árið og ræddi opinskátt um þunglyndi sitt. Bondevik varð meiri maður að fyrir vikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu