fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Um störf kvótanefndar

Egill Helgason
Föstudaginn 27. ágúst 2010 08:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessar línur:

— — —

Hér eru örfáar línur til að vekja athygli þína á því sem nú er að gerast í sambandi við endurskoðun kvótakerfisins. Auðvitað er það broslegt að svo virðist vera að eftir að nefndin hefur starfað í rúmt ár þá virðist vera að hún ætli með handauppréttingu að velja milli tveggja valkosta sem utanaðkomandi aðilar hafi matreitt ofan í hana. Sé horft á hvernig skipað er í nefndina er alveg ljóst að sérhagsmunir LÍÚ hafa meira vægi en hagsmunir almennings.

Þær tillögur sem fyrir nefndinni liggja eru annars vegar byggðar á grunni þess hvernig ráðstafa skal orkuauðlindum og eru verk Karls Axelssonar og Lúðvíks Bergvinssonar. Það er allra góðra gjalda vert að ráðstafa öllum náttúruauðlindum með sambærilegum hætti sé því viðkomið. Sá reginmunur er þó á fiskistofnunum og öðrum auðlindum að veruleg umframeftirspurn er eftir aðgangi að aflaheimildum. Í tilfelli orkuauðlinda er gert ráð fyrir að þegar umframeftirspurn er eftir gæðunum þá ráði hæsta verð hver fær nýtingaréttinn. En í tillögum Karls og Lúðvíks um fiskistofna en léttilega skautað fram hjá því og því haldið fram að aðeins núverandi handhafar aflaheimilda eigi rétt á samningi um nýtingu auðlindarinnar. Burtséð frá vilja eða getu til að greiða fyrir afnotin. Einnig er horft framhjá þeim mismun sem er á virkjanlegri orku og fiski og í raun virðast þeir félagar ekki gera sér grein fyrir því að fiskistofnar eru mjög breytilegir frá ári til árs og bregðist veiði þá má alltaf selja skip og báta. Hvað varðar orkuauðlindir þá er bara horft til mismunandi rennslis í fossum o.þ.h. en ólíklegt er að fossinn færi sig um set og einnig er ekki hægt að selja virkjun rétt eins og skip. Þeir gera að vísu ráð fyrir örfáum tonnum til hliðar við aðal úthlutun aflaheimilda til að dreifa á þá landsmenn sem ekki njóta þessarra forréttinda. Þessi leið er að mínu viti verri en núverandi fyrirkomulag þar sem að þá er ríkið bundið af úthlutun sinni til fjölda ára í stað eins árs í senn eins og nú er. Að auki er ekki vikið einu orði að jöfnuði og ákvæðum mannréttindanefndar sameinuðu þjóðanna í því plaggi. Satt best að segja rann mér kalt vatn milli skinns og hörund við lestur þessarra tillagna.

Hins vegar hefur nefndin til umfjöllunar tillögur Jóns Steinssonar hagfræðings og Þorkels Helgasonar um útfærslu á fyrningarleið. Jón Steinsson hefur svo útskýrt þá leið enn frekar í pistli og glærum á  http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Jon_Steinsson/af-hverju-er-liu-a-moti-tilbodsleidinni.  Að mínu viti er þarna kominn mjög vel ígrunduð og útfærð fyrningarleið, nokkuð sem mikið hefur verið gagnrýnt að núverandi stjórnarflokkar hafi ekki komið fram með hingað til. Eitt afar mikilvægt sem þeir félagar benda á að sú mismunun sem felst í núverandi kerfi jafngildir því að útvegsmönnum séu færðir 14 milljarðar á ári að gjöf. Þetta er kostnaður okkar við að viðhalda kerfi mannréttindabrota og mismununar. Fyrir þjóð sem að græddi og tapaði milljörðum í slíkum mæli sem raun er á síðustu árum hljómar 14 milljarðar ekki sem stór tala en sé hún sett í samhengi við það verð sem fékkst fyrir ríkisbankana og Landsímann sést betur hvaða hagsmunir eru í húfi (og þetta er árleg gjöf). Að auki þá bendir Jón á þá staðreynd að auðlindagjald dregur ekki úr framleiðni í sjávarútvegi. Þrátt fyrir að útvegsmenn myndu greiða fyrir afnotin kæmi samt á land sá afli sem leyfinlegt er að veiða. Það greinir auðlindagjald frá annarri skattheimtu.

Sé sú leið farin sem LÍÚ hugnast og er stórsigur fyrir þá þar sem óvissu um úthlutun er eytt og mismunun þegnanna skjalfest og undirrituð með samning getur Guðbjartur Hannesson samt sem áður komið fram fyrir þjóðina barið sér á brjóst og hælt sér fyrir það að hafa innkallað allar veiðiheimildir og úthlutað þeim aftur og það á einu ári en ekki 20.

Það er með ólíkindum að svo virðist vera að m.a.s. fulltrúar VG og S í nefndinni virðast vera á bandi með LÍÚ og styðja þeirra leið og ganga geng stefnu sinna flokka í leiðinni (að vísu var alltaf vitað að Svanfríður og Björn Valur gengu erinda kvótahafa).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu