fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Hrókeringar í ríkisstjórn?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 26. ágúst 2010 21:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mál manna er að breytingar séu framundan á ríkisstjórninni. Það verði stokkað upp í liðinu um það leyti að þing kemur saman í næsta mánuði.

Innan flokkanna er í gangi ráðherrakapall. Hann felst meðal annars í því að úr heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytum verður til velferðarráðuneyti og úr dómsmála- og samgönguráðuneytum verður innanríkisráðuneyti. Hins vegar er talað um að beðið verði með breytinguna sem felur í sér að iðnaðar-, landbúnaðar- og samgönguráðuneyti sameinast í atvinnuvegaráðuneyti.

Það er talið líklegast að í þessum tilfæringum fari Ragna Árnadóttir og Gylfi Magnússon úr ríkisstjórninni. Stjórnarliðum þykir óþægileg tilhugsun að þurfa að verja Gylfa gegn vantrausti í þinginu, þótt það yrði gert ef þannig ber undir. Það er reyndar sagt að Gylfa langi ekkert að hætta.

Hjá Vinstri grænum stendur valið um Álfheiði Ingadóttur og Jón Bjarnason, annað hvort þeirra hættir líklega. Í staðinn kemur Ögmundur Jónasson inn í ríkisstjórn. Það er talið nauðsynlegt að hann sé innanborðs.

Og hjá Samfylkingu er sennilegt að Kristján Möller sé á útleið. Guðbjartur Hannesson er nefndur sem hugsanlegur eftirmaður hans, en líka hefur verið nefnt nafn Oddnýjar G. Harðardóttur sem kom inn á þing í síðustu kosningum og var áður bæjarstjóri í Garði. Með því væri hægt að byggja hana upp sem framtíðarleiðtoga flokksins í Suðurkjördæmi.

Kristján Möller gæti þá orðið forseti Alþingis – verði hægt að telja Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur á að láta það embætti af hendi.

Enn er þetta á vangaveltustiginu, það flækir náttúrlega málin að það þarf að skáka til ráðherrum vegna sameiningar ráðuneytanna – þetta yrði líka í fyrsta skipti í langan tíma að ráðherrum fækkar á Íslandi. Ráðherrar hafa verið tólf talsins síðan 1999 að undanskildum stuttum tíma í fyrra þegar Samfylking og VG mynduðu minnihlutastjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu