Félag prófessora við Háskóla Íslands bendir á einfaldar staðreyndir sem þarf að skoða: Það er kennd verkfræði við tvo háskóla á Íslandi, lögfræði við þrjá, viðskiptafræði við fjóra skóla.
Á Íslandi búa 330 þúsund manns. Það eru álíka margir og búa í Witchita, Cardiff og Árósum.
Á næstu árum þarf að skera niður um allt að 100 milljarða króna í ríkisrekstrinum.
Slíkri upphæð er afskaplega erfitt að ná með flötum niðurskurði, að allir skeri niður um einhverja ákveðna prósentutölu, heldur útheimtir hann kerfisbreytingar.