fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Einkaeign á náttúruauðlindum

Egill Helgason
Föstudaginn 21. maí 2010 11:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein í Wall Street Journal 29. janúar 2004 lýsti Hannes Hólmsteinn Gissurarson stefnu Davíðs Oddssonar sem best heppnuðu frjálshyggjutilraun veraldar og sagði meðal annars, tilvitnunin birtist í DV í dag:

„Margt er þó enn ógert. Heilbrigðis- og menntamálin eru enn í höndum hins opinbera, það á einnig við um ýmsa aðra opinbera þjónustu, fjölmiðlafyrirtæki og vatnsorkuverin. Menn nátengdir herra Oddssyni telja að tvennt beri að setja í forgang: að lækka tekjuskatta og styrkja einkaeignarréttinn, bæði á fjárfestingum og náttúruauðlindum.“

Mesta einkavæðing Íslandssögunnar var kvótakerfið, þar var verðmætustu auðlind þjóðarinnar komið í einkaeign. Morgunblað Davíðs Oddssonar ver kvótakerfið með kjafti og klóm. Nú er sagt að 70 prósent kvótans séu í  eigu 70 einstaklinga.

Maður hikar reyndar við að nota orðið „eign“ í þessu sambandi, en þannig er það í raun og veru.

Ef marka má ritstjórnargreinar síðustu daga virðist Morgunblaðið hins vegar vera andsnúið sölunni á HS-Orku.

Í báðum tilvikum er um einkavæðingu náttúruauðlinda að ræða – og þá er spurning: hvenær snýst Mogginn gegn kvótakerfinu?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu