Á það er bent hér á síðunni að Vinnum saman – slagorð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík – hafi um langt árabil verið kjörorð Sambands íslenskra samvinnufélaga.
Eða eins og segir hér í athugasemdakerfinu:
„Vinnum saman! var slagorð samvinnuhreyfingarinnar hér áður fyrr og glumdi í ótal sjónvarpsauglýsingum frá SÍS myndskreytt með traustu handabandi. Að nota það er álíka viðsnúningur hjá Sjöllum og að auglýsa: Öreigar allra landa sameinist!“
Eins og áður hefur verið sagt er margt í kosningabaráttunni sem gleður eða kemur á óvart. Það er til dæmis merkilegt að á tíma þegar margt hæfileikafólk í auglýsingagerð og almannatengslum er atvinnulaust skuli Samfylkingin tromma upp með slagorðið Vekjum Reykjavík!
Fyrir norðan er margt að gerast í kosningabaráttunni. Í blaðinu Dagskránni eru til dæmis auglýsingar frá Framsóknarflokknum. Meðal annars með eftirfarandi texta og mynd af þremur konum sem eru í framboði:
Konukvöld
Katy: Hið vinsæla hrukkustraujárn frá Nu Skin kynnt ýtarlega ásamt hinni nýju öflugu ageLOC línu.
Hrafnhildur: MICHE – ein taska endalausir möguleikar.
Ásdís Hanna: Nýútskrifuð úr Hússtjórnarskóla RV sýnir handverk annarinnar. (þessi setning er svona!)
Eydís: Volare vörurnar vinsælu verða á staðnum og kynntar.
Léttar veitingar – Happdrætti – Óvænt uppákoma
Allar konur velkomnar
Sjáumst hressar
Petrea, Gulla, Sigga og allar hinar.
X-B Fyrir betri bæ