fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

HS Orka: Er hægt að koma í veg fyrir söluna til Magma?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. maí 2010 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur ríkisstjórnin einhverja möguleika til að koma í veg fyrir að Magma Energy eignist HS Orku?

Ég spurði lögfræðimenntaðan kunningja minn að þessu.

Hann sagði að væri alltaf til leið ef vilji væri fyrir hendi. Hann nefndi tvo möguleika:

Að ríkisstjórnin geti í krafti þingmeirihluta fengið samþykkt lög um að taka megi HS Orku eignarnámi. Slíkt gæti leitt til málaferla, en lögfræðingurinn telur þó líklegt að slíkt eignarnám myndi standast ákvæði stjórnarskrár.

Annar möguleiki er að véfengja söluna á þeim grundvelli að hið sænska dótturfyrirtæki Magma uppfylli ekki skilyrði laga um að einungis aðilar innan EES megi eignast íslensk orkufyrirtæki, semsagt að sænska Magma sé málamyndafyrirtæki, skapað í þeim tilgangi einum að komast framhjá lögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“