Mér er tjáð að í kvöld birtist skoðanakönnun þar sem fylgisaukning Besta flokksins er staðfest.
En það er ekki bara í Reykjavík að óvæntir hlutir eru að gerast. Á Akureyri er L-listinn allt í einu kominn með mest fylgi, Vinstri grænir eru næst stærsti flokkurinn, en koma þó bara tveimur mönnum inn í bæjarstjórnina samkvæmt skoðanakönnun. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin tapa miklu fylgi.
Þannig eru kosningarnar, að minnsta kosti sums staðar, að snúast upp í uppreisn gegn stjórnmálaflokkunum. Og það er voða lítið sem þeir geta gert í því.