fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Langdreginn veruleiki

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. maí 2010 08:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðbyrinn sem Besti flokkurinn nýtur þessa dagana er hreint ótrúlegur. Nú velta menn helst fyrir sér hvort flokkurinn fái fjóra borgarfulltrúa eða sex. Fjórflokkurinn veit ekki sitt rjúkandi ráð – og maður finnur að það vekur talsverðan fögnuð.

Það er samt allt í lagi að velta fyrir sér hvað bíður Jóns Gnarrs og félaga í borgarstjórn.

Það eru borgarráðsfundir á hverjum fimmtudegi.

Það eru borgarstjórnarfundir annan hvern þriðjudag.

Oft teygist rækilega úr þessum fundum.

Í borginni starfa ótal nefndir þar sem stjórnmálamenn sitja, þær halda marga og langa fundi.

Það eru til litlir peningar til að gera skemmtilega hluti. Niðurskurður verður allsráðandi næstu árin. Borgarstjórn þarf að velta fyrir sér hverri krónu sem verður eytt.

Í borginni er stórt embættismannakerfi sem er afar þungt í vöfum – og getur verið mjög þreytandi að eiga við.

Á einhverjum tímapunkti er hætt við að grínið gufi upp og við taki frekar langdreginn veruleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu

Sakar ríkisstjórnina um hræðsluáróður í ESB-málinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“