Nú þurfa þeir sem vilja stjórna Reykjavík á næsta kjörtímabili að fara að gera hosur sínar grænar fyrir Jóni Gnarr. Því ef úrslitin verða eins og skoðanakannanir benda til þá verður það Besti flokkurinn sem ræður þessu. Hvort vill hann starfa til hægri eða til vinstri – eða þá bara ekki með neinum?
Nema að gömlu flokkarnir fari óvenjulega leið, taki upp samstarf sín á milli, sem yrði þá borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og kannski VG líka.