Það er sagt að þeir sem eru í framboði til bæjar- og sveitarstjórna eigi heldur dapra daga.
Kjósendur hafa sama og engan áhuga á þeim – sumir eru beinlínis fjandsamlegir. Þá er betra að halda sig bara með öðru flokksfólki, á fundum eða í grillveislum.
En í flokkunum ríkja sömu þyngslin. Það er mjög erfitt að fá flokksmenn til að starfa í sjálfboðavinnu eða taka þátt. Og fjölmiðlarnir hafa um allt annað að hugsa en kosningarnar.