Fjárlagabandalag verður líklega sett á innan ESB. Það þýðir að það verða settar á reglur um það hvernig ríki skuli haga fjármálum sínum, fjárlagahalla og skuldsetningu. Það er litið á þetta sem leið út úr kreppunni sem nú hrjáir Evrópu.
Þetta er eitt af því sem Eva Joly ræðir um í viðtali í Silfrinu á sunnudag.
Þetta er í rauninni ekki ósvipað fjárlagareglu sem nokkrir Sjálfstæðismenn lögðu til nú í haust.
En verði þetta raunin færir þetta ESB enn fjær frá Íslandi – gerir ólíklegra að aðild að sambandinu verði samþykkt hér.