fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Flótti auðmagnsins

Egill Helgason
Fimmtudaginn 1. desember 2011 09:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sé það rétt að auðmenn séu að flýja úr landi vegna auðlegðarskatts þá er það enn eitt dæmið um hvað peningar eru óþjóðhollir.

Þeir láta sér þjóðerni engu varða, eigendur þeirra flytja þá þar sem minnst er tekið af þeim, hvort sem er í góðæri eða hallæri.

Þannig var fé flutt úr landi í stórum stíl á árunum upp úr 2000, þá var það til dæmis sett á reikninga í Lúxemborg eða aflandsfélög.

Og nú þegar kreppir að og þarf að standa undir þungum skuldum, þegar er atvinnuleysi og almenn kjaraskerðing, þá fer það líka.

Þetta sýnir hversu erfitt er að taka á misskiptingu auðsins í fjármálakerfinu sem við lifum í  – óbreyttir launþegar sitja nefnilega eftir. Þeir geta ekki farið í æfingar af þessu tagi – og það eru þeir sem sitja eftir með byrðarnar.

Til dæmis má spyrja í þessu sambandi hvort auðmennirnir sem flytja peninga sína burt ætli að halda áfram að nota íslenskt menntakerfi, íslenskt heilbrigðiskerfi og íslenskt menntakerfi.

Er það ekki frekar líklegt?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni

Framkvæmdastjóri N1: Finnum fyrir velvilja úti á landi – meiri andstaða í höfuðborginni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi

Orðið á götunni: Forseti hefur lög að mæla – fólk vill ekki endurtekna gíslatöku á Alþingi