fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

Fréttnæmi og fréttamat

Egill Helgason
Mánudaginn 28. nóvember 2011 15:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Fyrirspurn Oddnýjar G. Harðardóttur, alþingismanns úr Samfylkingu, um lengd fréttaflutnings af landsfundum stjórnmálaflokka er mjög sérkennileg – í henni felst sterk krafa um ritskoðun og opinbera íhlutun í fréttaflutning.

Að baki virðist liggja sú hugmynd að pólitísk umfjöllun eigi að fara fram með skeiðklukku – semsagt að fréttamat fái ekki að ráða líkt og á fjölmiðlum alls staðar á Vesturlöndum.

Staðreyndin er sú að frekar lítið fréttnmæmt gerðist á flokksþingum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Það var nánast business as usual, engar mannabreytingar, engar stefnubreytingar, menn forðuðust að ræða ágreining eða gera hann opinberan.

Öðru máli gegnir um landsfund Sjálfstæðisflokksins. Þar fóru fram spennandi formannskosningar, það urðu hörð átök um stefnuna í Evrópumálum – sem skiptir ansi miklu máli því uppi er sú kenning að Ísland fari aldrei í Evrópusambandið nema drjúgur hluti Sjálfstæðisflokksins samþykki það. Gamlir flokksleiðtogar komu upp og performeruðu – það er umdeilt hvað það kom vel út fyrir flokkinn.

Fréttagildið var samt ótvírætt.

Svo verður reyndar að segjast eins og er að umfang landsfunda Sjálfstæðisflokksins er miklu meira en hjá öðrum flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn er nefnilega fjöldahreyfing. Hann fyllir Laugardalshöllina á landsfundum meðan aðrir flokkar eiga í brösum með að fylla miklu minna húsnæði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur

Orðið á götunni: Það skiptir máli hverjir stjórna – berin eru súr, sagði Mikki refur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“

Brynjar er einsamall í hópferð erlendis – „Fullkomlega stjórnlaust“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu

Sigurður Hólmar skrifar: Tugir milljarða til Háskóla Íslands en aðeins örfáir fatlaðir fá inngöngu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru

Orðið á götunni: Ýmsa langar að leiða lista Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir vonda áru