fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Eyjan

Áramótakveðja

Egill Helgason
Mánudaginn 31. desember 2012 22:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Laxness skrifar um það í Atómstöðinni að synir betri borgara hafi haft það að skemmtun að sprengja lögreglustöðina á gamlárskvöld.

Eins kynlegt og það kann að virðast, þá var þetta svona í eina tíð. Ungt fólk þyrptist í bæinn á gamlárskvöld og hafði uppi alls kyns óspektir – eins og sjá má í meðfylgjandi frétt frá 1947.

Lögreglan stóð í bardögum við þessi ungmenni, en það er minna um þetta talað en átök sem urðu út af pólitík.

Þessi siður lagðist svo af þegar leið á öldina. Það var til dæmis gripið til þess ráðs að halda brennur í hverfum borgarinnar til að halda fólki frá miðbænum.

Svo þegar sjónvarpið var stofnað var þetta ekkert vandamál lengur – þá sat fólk heima hjá sér og horfði á áramótaskaupið. Og gerir enn. Gamlárskvöld er ekkert sérlega róstusamt í miðborginni – eða tala menn ekki alltaf um „eril“ þegar fylleríið fer úr böndunum?

Ég er reyndar að lesa stóra bók eftir Stephen Pinker sem nefnist The Better Angels of Our Nature. Hann heldur því fram að við lifum á friðsömustu tímum í sögu mannkynsins og leitar skýringa á því að ofbeldi hefur minnkað.

Með þessari litlu upprifjun óska ég lesendum síðunnar gleðilegs árs – og þakka fyrir árið sem var að líða.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða